0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Taphrina Donalds Trumps heldur áfram

Skyldulesning

Joe Biden sigraði Georgíu, aftur. Þetta er í þriðja sinn sem yfirvöld í Georgíuríki gefa þessa tilkynningu út, en tvær endurtalningar hafa nú farið fram að kröfu lögmannateymis Donalds Trumps.

Sigurhlutfallið hefur lítið breyst með þessum endurtalningum, og áfram er Biden yfir í ríkinu með um 12 þúsund atkvæðum. Brad Raffensperger, ráðherra Georgíuríkis sagði í tilefni úrslita þriðju endurtalningarinnar að yfirlýsingar um svindl í kosningunum væru ósannaðar með öllu og skaðlegar.

Donald Trump virðist ekki ætla að láta deigan síga í baráttunni sinni fyrir öðru kjörtímabili og hélt yfirlýsingum sínum um víðtækt svindl Demókrata, meðal annars í Georgíu, á lofti á Twitter í gær og gærkvöldi. „Við erum nú búin að telja atkvæðin þrisvar sinnum,“ sagði Raffensperger, „og úrslitin eru óbreytt. Ég veit að það er fólk þarna úti sem telur að brögð hafi verið í tafli, en sönnunargögnin benda í aðra átt.“

BBC greindi frá.

Trump og lögmannateymi sínu hefur hingað til mistekist með öllu að sanna digurbarkalegar yfirlýsingar sínar um kosningasvindl en töpuð dómsmál þeirra eru nú orðin á þriðja tug.

Innlendar Fréttir