8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Tekur Eva áskorun Sigga um Beyoncé-danskeppni?

Skyldulesning

Í síðasta bingóþætti mbl.is tók bingó­stjór­inn Siggi Gunn­ars það aug­ljós­lega per­sónu­lega þegar Eva Ruza var að líkja sjálfri sér við söng­kon­una Beyoncé. 

„Það er ég sem er eins og Beyoncé, það er svo­leiðis. Ég skora hér með á þig í beinni út­send­ingu í Beyoncé-danskeppni, dance off. Það er bara svo­leiðis. Þetta er áskor­un í beinni út­send­ingu á þig,“ sagði Siggi á meðan hann dansaði hinn fræga „Single ladies“-dans Beyoncé.

Áskor­un Sigga má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan og hvetj­um við ykk­ur til þess að fylgj­ast með í beinni út­send­ingu í kvöld klukk­an 19:00 þar sem við fáum að vita hvort Eva Ruza tekur áskorun Sigga!

All­ar upp­lýs­ing­ar um þátt­töku og út­send­ingu má finna með því að smella hér. All­ar fyr­ir­spurn­ir vegna bingós­ins er hægt að senda á bingo@mbl.is.

Innlendar Fréttir