4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Tekur við sem sendiherra fyrst kvenna

Skyldulesning

Dr. Bryony Mathew.

Dr. Bryony Mathew.

Ljósmynd/Gov.uk

Dr. Bryony Mathew hefur verið skipuð nýr sendiherra Breta á Íslandi. Hún mun taka við starfinu af Michael Nevin sem heldur í annað starf innan utanríkisþjónustunnar. Ráðgert er að Mathew komi hingað til lands í ágúst á næsta ári. 

Mathew verður með þessu fyrsta konan til að gegna embættinu hér á landi, en fram til þessa hafa einungis karlmenn gegnt starfinu. Michael Nevin sendi Mathew kveðju á Twitter þar sem m.a. kemur fram að hún sé barnabókarithöfundur. 

Congratulations to Bryony! You will bring from August new skills and experience. And at long last our first female Ambassador to Iceland. You are also a children’s author – so coming to a country where nearly everyone gives birth to a book! https://t.co/wQy2yUCHWC

— Michael Nevin🇬🇧 (@NevinFCDO) November 24, 2020

Byrony Mathew hefur gegnt fjölda starfa innan utanríkisþjónustu Breta, en hún hefur m.a. starfað sem fulltrúi Breta í Kína, á Kýpur, á Grikklandi auk fleiri staða. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir