4 C
Grindavik
6. maí, 2021

Tekur virkilega einhver mark á þessu rusli? Í alvöru, er einhver lifandi mannvera sem hlustar á þetta?

Skyldulesning

Mjög vel valið myndefni. Örugglega allt klippt út sem höfðu andstæðar skoðanir.

Tekur virkilega einhver mark á þessu rusli í dag?

Virkilega engin með skoðun á móti en ég veit um heilan helling af fólki sem er andstætt þessu bulli. En „hvar eru þau í fjölmiðlum“? Klippt út? Ég skal bera virðingu fyrir skoðun þinni með því skilyrði að þú berir virðingu fyrir skoðun minni. En þetta er heilaþvottur af verstu gerð. Að horfa á myndbandið hlustandi á allt þetta fólk tala um „hve hrædd þau eru“. „Loka landamærunum“. Endalaust meir. Ekki orð frá fólki sem talar um „Fólk getur valið“. „Fólk hefur réttindi“. „Fólk getur og sjálfeinangrar sig“. „Það þarf ekki nasistabúðir til að loka fólk inni sem kosta 50.000kr á dag þegar fólk hefur aðgang að sumarbústað og eða öðru því um líku“. 50.000kr á dag, ætla þau að borga 250.000kr fyrir hvern ferðamann? Íslenskan og erlendan? Nei, hélt ekki. Ekki ég heldur ef ég hef aðgang að sumarbústað.

Nei allt bara. „Loka landamærunum“. „Ég er svo hrædd/ur“. „Fólk á að hafa vit fyrir því að ef það fer út að fara í einangrun“. Móðir mín kom til Íslands um daginn frá Spáni. Hún var í sumarbústað í 5 daga. Fólk fer í próf nokkrum dögum áður en það fer „heim“ til að athuga hvort þau eru með veiruna. Fólk fer í próf á Íslandi. Fólk sjálfeinangrar sig. Það þarf ekki að breyta Íslandi í eitthvað nasistaríki með þetta þvílíka bull myndband. Tekur virkilega einhver mark á þessu? „Ég er fréttakona. Eina sem ég finn er fólk sem er sammála því að það eigi að NEYÐA fólk í einangrun afþví við getum ekki treyst þeim til að gera það sjálf“.

Þetta er svo mikill skítur að það er ekki eðlilegt. „Ég er fréttakona. Það er enginn með andstæðar skoðanir á þessu“.

Sá flott quote…

„The only thing a government needs to make people into slaves is fear. And if you can think around something to make them scared, you can get them do anything that you want“. Á að vera Hermann Goering nr 2 í Nasistaríki Hitlers en er ekki hann. En er samt flott quote.


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir