8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Tel að Tottenham geti slegist um titilinn (myndskeið)

Skyldulesning

Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður og síðan knattspyrnustjóri Tottenham, er bjartsýnn á að sitt gamla félag geti sótt stig á Anfield annað kvöld þegar liðið mætir Englandsmeisturum Liverpool í uppgjöri efstu liða ensku úrvalsdeildarinnar.

Hoddle segir að talað hafi verið um Tottenham sem litla hestinn í þessum veðreiðum en kveðst trúa því að liðið geti tekið af alvöru þátt í slagnum um enska meistaratitilinn í vetur. Jafntefli á Anfield yrðu virkilega góð úrslit fyrir Tottenham.

Hoddle kveðst jafnframt bera mikla virðingu fyrir Liverpool. Liðið hafi gengið í gegnum mikil vandræði vegna meiðsla á þessu tímabili en hafi leyst það vel. Þá hafi hann dáðst að því hvernig liðinu takist að knýja fram sigra í leikjum þar sem það hefur annars ekki sýnt sínar bestu hliðar. Það eru gæðamerki fyrir frábært lið,“ segir Glenn Hoddle meðal annars í meðfylgjandi myndskeiði.

Viðureign liðanna fer fram á Anfield annað kvöld, miðvikudagskvöld, klukkan 20.00, og er sýnt beint á Símanum Sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir