4 C
Grindavik
7. mars, 2021

Telja að allt að 539.000 Bandaríkjamenn geti látist af völdum COVID-19 til loka mars

Skyldulesning

Það mun væntanlega taka marga mánuði að ljúka bólusetningu gegn kórónuveirunni, sem veldur COVID-19, í Bandaríkjunum. Áður en áhrifa bólusetningarinnar fer að gæta af fullum þunga mun heilbrigðiskerfi landsins væntanlega verða undir miklum þrýstingi.

CNBC skýrir frá þessu og segir að í nýrri skýrslu frá Institute for Health Metrics og University of Washington komi fram að fjöldi dauðsfalla af völdum COVID-19 geti farið úr núverandi 279.000 í 539.000 í lok mars á næsta ári.

Það mun taka tíma að dreifa bóluefnum um allt land og bólusetja fólk og samkvæmt því sem segir í skýrslunni þá munu bóluefnin væntanlega aðeins koma í veg fyrir 9.000 andlát fram til loka mars. Skjót bólusetning þeirra sem eru í mestu áhættuhópunum gæti bjargað 14.000 til viðbótar að því er segir í skýrslunni. „Fjöldabólusetning þýðir að við getum komist aftur í eðlilegt ástand. En áður eru nokkrir erfiðir mánuðir,“ sagði Christopher Murray, forstjóri Institute for Health Metrics í samtali við CNBC.

Hann sagði að þörf væri á sóttvarnaaðgerðum á köldum vetrarmánuðunum og að sérstaklega væri þörf á því á norðurhveli jarðar að yfirvöld takmarki rétt fólk til að safnast saman og haldi fast í reglur um grímunotkun.

Innlendar Fréttir