Telja að Zlatan sé búinn að segja sitt síðasta – Óvíst hvort hann spili aftur – DV

0
140

Ítalskir fjölmiðlar fjalla nú um það að Zlatan Ibrahimovic sé í raun búinn sem leikmaður AC Milan.

Zlatan var lengi einn allra besti sóknarmaður heims en hann er 41 árs gamall og er enn að spila í hæsta gæðaflokki.

Zlatan kom aftur til AC Milan árið 2020 og hefur skorað 34 deildarmörk í 64 leikjum en þetta tímabil hefur ekki verið frábært.

Svíinn meiddist á dögunum og verður frá í allt að mánuð en hann hefur verið mikið meiddur á þessari leiktíð.

Zlatan hefur aðeins spilað fjóra leiki og skorað eitt mark eftir að hafa gert átta mörk í 23 leikjum á síðasta tímabili.

Aldurinn er því klárlega farinn að tala sínu máli og eru taldar góðar líkur á að hann leggi skóna á hilluna í sumar.

Alls hefur Zlatan misst af 68 leikjum síðan hann kom til Milan 2020 en hann hefur ekki glímt við of mörg erfið meiðsli á ferlinum.

Zlatan sneri nýlega til baka eftir að hafa slitið krossband en er nú meiddur á ný og er óvíst hvort hann spili fleiri leiki á tímabilinu.