8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Telja skipulagða glæpastarfsemi í norskum útvegi

Skyldulesning

Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs, segist ekki vita hversu mikið umfangið sé. Sjómenn og fiskkaupendur verði líka að bera ábyrgð og ekki grafa undan eigin atvinnugrein.

Ljósmynd/Nærings- og fiskeridepartementet

Því er haldið fram í norska blaðinu Nordlys í gær að upphæðir í skipulagðri glæpastarfsemi í norskum sjávarútvegi nemi tveimur milljörðum norskra króna árlega eða sem nemur hátt í 30 milljörðum íslenskra króna. Tegundasvindl sé arðbært og erfitt við að eiga og veltan í þessari ólöglegu starfsemi sé svipuð og í fíkniefnaviðskiptum í landinu.

Eftirlit er sagt bágborið og það falli undir ótrúlega óheppni náist þeir brotlegu. Það er Steinar Eliassen, formaður í samtökum fiskkaupenda, sem heldur þessu fram og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að taka ekki á málinu.

Stjórnvöld undirbúa átak

Odd Emil Ingebrigtsen sjávarútvegsráðherra segir að stjórnvöld undirbúi nú átak til að taka á vandanum og sé aðgerðaáætlunar að vænta í janúar. Málið sé mikilvægt, en ráðherra segist ekki vita hversu mikið umfangið sé. Sjómenn og fiskkaupendur verði líka að bera ábyrgð og ekki grafa undan eigin atvinnugrein.

Svindlið er einkum rakið til landana að næturlagi og þorskur verði þá oft að ufsa um leið og hann komi upp á bryggjuna. Margir sjómenn hafi veitt leyfilegan þorskkvóta, en haldi áfram að veiða aðrar tegundir. Sem slíkur meðafli megi þorskur ekki fara yfir 30% af aflanum, en gerist það renni verðmætið í ríkissjóð. Sjómaðurinn sjái sér hag í að selja þorskinn sem ufsa og kaupandinn geti selt þorsk á fullu verði þótt hann hafi aðeins greitt tæplega hálfvirði fyrir hann.

Fram kemur í viðtali við Eliassen að þessi starfsemi grafi undan fiskveiðistjórnarkerfinu. Einnig standi þau fyrirtæki sem fari að lögum og reglum höllum fæti í samkeppninni og missi af viðskiptum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir