7 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Telma Tómasson selur höllina í Skerjafirði – 200 fermetrar á 117 milljónir

Skyldulesning

Fjölmiðlakonan Telma Tómasson selur einbýlishús sitt við Baugatanga í Skerjafirði í Reykjavík. Húsið er 195 fermetrar að stærð og eru settar 117 milljónir króna á eignina.

Smartland greindi fyrst frá. Um er að ræða virkilega fallegt og mikið uppgert einbýlishús á fallegum stað í Reykjavík. Eignin er á þremur hæðum og eru fallegar svalir og sjávarútsýni.

Húsið stendur eitt á stórri lóð og er aðkeyrslan nokkuð löng að húsinu frá Baugatanga. Við húsið er leikvöllur og grænt svæði. Vinsælar göngu-, hjóla og útivistarleiðir meðfram sjávarsíðu Skerjafjarðar og Ægisíðu í næsta nágrenni. Útsýni frá húsinu er stórbrotið á falllegum degi. Þá er eignin flokkuð í grænan verndarflokk sem þýðir að húsið er með listrænt gildi og sýna þarf sérstaka aðgát við hönnun breytinga og viðbygginga.

Það er hægt að lesa nánar um eignina á fasteignavef mbl.is.

Sjáðu myndir af húsinu hér að neðan.

Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is
Fasteignaljósmyndun.is

Innlendar Fréttir