5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Telur að fjórir berjist um gullið í Ally Pally

Skyldulesning

Páll Sævar Guðjónsson, lýsandi, segir að heimsmeistaramótið í pílu í ár verði keppni fjögurra keppenda um gullið. Mótið hefst í Alexandra Palace í dag.

Líkt og síðustu ár sýnir Stöð 2 Sport beint frá HM í pílukasti en mótið hefst í kvöld. Það hefur vakið mikla athygli síðustu ár en hvað er það sem gerir mótið svona skemmtilegt?

„Það er stemningin og spennan í kringum þetta. Mótið í ár verður með sérstöku sniði en sem betur fer fáum við áhorfendur til þess að lyfta gleðinni í Ally Pally,“ sagði Páll Sævar.

„Mér finnst Peter Wright sigurstranglegur og Gerwyn Price líka. Michael van Gerwen verður í vandræðum. Hann skipti um pílur á nýju ári og honum hefur ekki gengið vel. Hann er refur svo maður veit aldrei.“

Páll segir að það sé afar mikilvægt fyrir keppnina að það fái að vera áhorfendur á pöllunum.

„Ég vissi af hóp manna sem ætlaði að vera þarna en því miður gengur það ekki. Áhorfendur skipta rosalegu miklu máli.“

Hann segir að Peter Wrigt, Gerwin Prince, Van Gerwen og Nathan Aspinal muni berjast á toppnum.

„Ég nefndi Gerwin Price áðan. Nathan Aspinal á eftir að sýna góða takta. Þetta er fjögurra manna keppni.“

Bein útsending frá fyrsta degi HM í pílukasti hefst klukkan 17:45 í dag. Mótið verður alltaf sýnt á Stöð 2 Sport 3.

Klippa: Sportpakkinn – Páll um píluna


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Innlendar Fréttir