2 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Telur að Ronaldo geti spilað þangað til hann verður 41 árs

Skyldulesning

Cristiano Ronaldo getur spilað þangað til hann verður að minsta kosti 41 árs. Þetta segir styrktarþjálfarinn Mick Clegg, sem starfaði með Cristiano Ronaldo hjá Manchester United á sínum tíma.

„Fyrir Ronaldo, var það Ryan Giggs sem var sá leikmaður sem hugsaði hvað mest út í sitt líkamlega ástand. Fyrst Giggs gat spilað þangað til hann varð fertugur, þá getur Ronaldo spilað þangað til hann verður 41 árs,“ sagði Clegg í viðtali við Gazetta dello Sport.

Clegg telur að Ronaldo muni aðlaga leik sinn með hækkandi aldri og að hann geti skorað fleiri mörk heldur en Josef Bican sem skoraði 805 mörk á sínum knattspyrnuferli.

„Ronaldo muni aðlaga sinn leik að breyttum aðstæðum með tillliti til hækkandi aldurs eins og Giggs gerði á sínum tíma. Hann mun alltaf reyna að vera meðal bestu leikmanna heims því hann hefur þráhyggju fyrir því,“ segir Clegg.

Clegg segir að Ronaldo sé einn af þeim leikmönnum sem hugsi út í alla þætti leiksins.

„Hann æfir mikið, passar upp á endurheimt og svefn, hann er með einkakokk og veit hvernig á að forðast of mikið álag,“ sagði Clegg í viðtali við Gazetta dello Sport.

Innlendar Fréttir