1 C
Grindavik
18. janúar, 2021

Telur Chelsea sigurstranglegast

Skyldulesning

Jürgen Klopp ánægður eftir sigur Liverpool gegn Ajax í liðinni …

Jürgen Klopp ánægður eftir sigur Liverpool gegn Ajax í liðinni viku.

AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, telur Chelsea vera líklegasta liðið til þess að hrósa sigri í deildinni þetta tímabilið.

„Þegar ég horfi á knattspyrnuleiki um þessar mundir sýnist mér Chelsea vera sigurstranglegast. Þeir eru með stærsta hópinn, frábæra leikmenn sem eru að spila vel saman eftir ryðgaða byrjun, og þeim virðist alvara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi á föstudaginn.

„Þeir hafa ótrúleg tækifæri til þess að gera breytingar í leikjum og á milli leikja, það er bara svoleiðis,“ bætti hann við.

Klopp finnst þó ekki sem lið hans sé í eltingaleik við Chelsea. „Mér líður ekki eins og við séum að elta neinn í augnablikinu, eða þá einhvern. Auðvitað er pressa á okkur en þetta snýst um hversu mikið þú veltir henni fyrir þér.“

Innlendar Fréttir