5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Telur „glapræði“ að takmarka för óbólusettra

Skyldulesning

Sigríður Á. Andersen.

Sigríður Á. Andersen.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Á Alþingi í dag var tekist á um aðgerðir á landamærum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja það „glapræði“ ef för þeirra sem hafa ekki fengið bólusetningu gegn Covid-19 um landamæri verði takmökuð í lengri tíma.

„Það held ég að væri glapræði og ekki í samræmi við þá sýn sem ég vona nú að flestir hér hafi, að menn geti um frjálst höfuð strokið á milli landamæra í lögmætum tilgangi.“

Gagnrýndi hugmyndir um litakóðunarkerfi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi hugmyndir um litakóðunarkerfi á landamærunum, og sagði að ef gripið yrði til þeirra væri það ekki í samræmi við ráðleggingar sóttvarnalæknis og með því væri slakað um of á aðgerðum á landamærum. 

„Þetta opnar landið enn meira á tímum þar sem fjórða bylgjan er að hefjast í Evrópu,“ sagði Rósa Björk. 

Svandís tók fram að ekki hefði verið tekin ákvörðun um að litakóðunarkerfi yrði tekið upp á landamærunum en frá 1. maí yrði miðað við litakóðunarkerfi Sóttvarnastofnunar Evrópu. 

„Þær ákvarðanir sem teknar eru núna eru ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli minnisblaðs sóttvarnalæknis,“ sagði Svandís og vísaði þar til ákvörðunar frá því í gær um að tekin yrðu gild vottorð frá fólki sem kemur hingað til lands um bólusetningu eða fyrri sýkingu. Slík vottorð þyrftu þó að uppfylla strangar kröfur. Áður voru slík vottorð einungis tekin gild ef þau voru frá fólki sem kom frá löndum sem eru innan EES.

Rétt ákvörðun að fara í samstarf við ESB

Þá spurði Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, Svandísi hvort komið hafi til skoðunar að Íslendingar ynnu sjálfir að öflun bóluefna eða í samstarfi við Bretland. 

„Ég er algjörlega sannfærð um það að sú ákvörðun um að vera samferða Evrópusambandinu í þessum efnum var rétt,“ sagði Svandís.

Svandís svaraði því ekki hvort það hafi komið til skoðunar að afla bóluefna í samstarfi við Evrópusambandið eða Bretland en bóluefnaöflun Íslendinga hefur farið fram í samstarfi við Evrópusambandið. 

Svandís sagði telja að með þessari nálgun hafi Ísland fengið aðkomu og aðgengi að samningum sem hefðu annars ekki verið Íslandi aðgengilegir. 

„Það kunna að vera aðrir möguleikar í stöðunni. Ég hef bara ekki heyrt um þá,“ sagði Svandís.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir