8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Tennur slegnar úr manni á Ingólfstorgi

Skyldulesning

Héraðssaksóknari hefur ákært 27 ára karlmann úr Reykjavík fyrir tvær fólskulegar líkamsárásir á Ingólfstorgi laugardagsnótt í apríl 2018.

Mun maðurinn, samkvæmt ákærunni, hafa slegið annað fórnarlambið sitt í andlitið með flösku. Hlaut maðurinn af þessari árás skurð fyrir ofan vinstra auga og mar fyrir ofan og neðan vinstra auga auk þess sem vinstri framtönn í efri góm brotnaði illa og þrjár framtennur í neðri góm brotnuðu. Er hann fyrir þetta athæfi ákærður fyrir meiriháttar líkamsárás.

Ljóst er að mikið hefur gengið á þessa nótt, því maðurinn er enn ákærður fyrir að hafa ráðist á annan mann á sama stað þessa sömu nótt. Mun hann hafa slegið hann tvisvar í andlitið með krepptum hnefa.

Innlendar Fréttir