Það að þefa af svita annarra getur gagnast við að vinna bug á félagskvíða – DV

0
139

Það er hægt að gera kvíðameðferð, þar sem núvitund er notuð, áhrifameiri ef þátttakendurnir þefa af svita á sama tíma. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar að sögn Sky News. Fram kemur að sýni hafi verið tekin úr handarkrika sjálfboðaliða sem horfðu annað hvort á hryllingsmynd eða hamingjumynd, þar á meðal Mr Bean‘s Holiday, Sister Act og The Grudge.

Sýnin voru síðan notuð með hefðbundinni núvitundarmeðferð til að takast á við félagskvíða.

Niðurstaðan var að núvitundarmeðferðin var áhrifaríkari þegar fólk var látið þefa af svitalyktinni um leið.

48 konur, sem þjást af félagskvíða, tóku þátt í rannsókninni. Sumar þeirra voru látnar þefa af hreinu lofti og aðrar af svitalykt.

Þeir þátttakendur, sem luku nútímavitundarstund á meðan þeir þefuðu af svitalykt, sýndu 39% minni félagskvíða. Hjá þeim sem þefuðu ekki af svitalykt var hlutfallið 17%.

Höfundar rannsóknarinnar telja að það sé eitthvað við svitalykt fólks sem hefur áhrif á viðbrögð þess við meðferðinni en þeir segja einnig að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta þetta.