„thad-borgar-sig-alltaf-ad-fjarfesta-i-folki“

„Það borgar sig alltaf að fjárfesta í fólki“

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK.

Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK. mbl.is/Hari

Aldrei hafa fleiri útskrifast frá starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK en hlutverk stofnunarinnar er að auka starfsgetu þeirra sem hafa þurft að hverfa brott af vinnumarkaði vegna veikinda eða slysa.

„Þetta er mjög oft fólk sem er að glíma við flókinn og fjölþættan vanda. Það er kannski búið að fara í gegnum heilbrigðiskerfið en þarf meiri stuðning til þess að komast í vinnu. Hópurinn sem kemur til okkar er stór og mjög fjölbreyttur og í raun úr öllum geirum samfélagsins,“ segir Vigdís Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VIRK.

Ásóknin í þjónustu VIRK hefur aukist jafnt og þétt frá því starfsendurhæfingarsjóðurinn var stofnaður árið 2008. Vigdís segir ásóknina hafa verið nokkuð jafna síðustu þrjú ár. Áhrifa frá Covid-19-faraldrinum sé þó ekki farið að gæta en hún útilokar ekki að slík áhrif eigi eftir að koma í ljós síðar.

Skjólstæðingar VIRK þurfa tilvísun frá heimilislækni til þess að komast að. „Við verðum að vita hvaða heilsufarsvandi er til staðar svo okkar endurhæfingaráætlun sé ábyrg. Við vinnum í miklu samstarfi við lækna og ýmsar stofnanir heilbrigðiskerfisins og velferðarkefisins. Þetta snýst oft um mikla samþættingu og samvinnu.“

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.


Posted

in

by

Tags: