1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

„Það er magnað að vera hluti af þessu liði“

Skyldulesning

Liverpool valtaði yfir Manchester United í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hafði þetta að segja við Sky Sports.

„Bjóst ég við þessu? Nei alls ekki. Við vorum stórkostlegir á síðasta þriðjungi vallarins í dag. Það var gaman að horfa á hvað við pressuðum þá hátt, unnum bolta og skoruðum frábær mörk. Ég sagði reyndar við strákana í hálfleik að við þyrftum að spila betur,“ sagði Klopp í viðtali við Sky Sports.

„Lokatölurnar eru geggjaðar, ég er ekki viss um að við munum sjá svona aftur. Þetta var nýr kafli í sögu Liverpool.“

„En stundum gerist svona. Við töpuðum einu sinni 7 eða 8-0 gegn Aston Villa og svo völtuðum við yfir Crystal Palace og gengið eftir það var slæmt.“

„Ég gæti ekki verið glaðari, það er magnað að vera hluti af þessu liði. Það er stórkostlegt að vinna 5-0.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir