1 C
Grindavik
15. janúar, 2021

„Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“

Skyldulesning

Innlent

Katrín Jakobsdóttir fyrir austan nú í morgun. Lögregla hefur brugðist við hótunum sem henni hafa borist og er viðkomandi nú í haldi lögreglunnar.
Katrín Jakobsdóttir fyrir austan nú í morgun. Lögregla hefur brugðist við hótunum sem henni hafa borist og er viðkomandi nú í haldi lögreglunnar.
vísir/vilhelm

SMS-skeyti frá þeim sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur birt.

Sá sem hótaði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hefur sent héraðsfréttaritinu Austurfrétt tvö SMS-skeyti. En sá einstaklingur er nú í haldi lögreglu. Vísir hefur það staðfest frá lögreglu.

Austurfrétt hefur birt þessi skeyti að höfðu samráði við lögfræðinga sína. Þeir telja ekki nokkurn vafa á leika um upprunann.

Hið fyrra hljóðar svo: „Það er verið að handtaka mig af lögreglunni fyrir að segja hug minn“

Hið síðara hljóðar svo: „Ég verð á lögreglustöðinni meðan forsætisráðherra hittir fólk á Egilsstöðum.“

Að sögn Austurfréttar hefur lögreglan brugðist við og er öryggi Katrínar tryggt. Þá biður lögreglan fólk um að sýna umburðarlyndi í meðferð þessa máls.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir