3 C
Grindavik
7. maí, 2021

Það eru margir að leita, ég var einn af þeim.

Skyldulesning

Það eru margir sem tengja Páskana við endurfæðingu, vegna sögunar um upprisu Krists, en eggið sem er áberandi á þessum tíma er einmitt tákn um endurfæðingu. Kristur talar um að maður þurfi að fæðast aftur, þar er hann að mínum skilningi að tala um að við þurfum að verða öðruvísi, fara að virka á nýjan hátt, þetta hefur vafist fyrir mörgum, sem finna í hjarta sínu að þeir ættu kannski að gera ýmislegt á annan hátt en þeir gera núna.

Kristur talar einnig um að sannleikurinn muni gera okkur frjáls, en það er þá vandamálið að þekkja sannleikann, en að mínum skilningi er það í gegnum tengingu okkar við andan í hjarta okkar sem við getum skynjað sannleikan, það er það sem Kristur talar einmitt um, að við þurfum að tengjast andanum, en andinn er þá okkar raunverulega sjálf, en með tengingu við andan er hægt að finna ræturnar þar sem sannleikurinn á uppruna sinn. Í vestræni hefð heitir þetta innsæi, sem er ekki það sama og bókvitið, en bókvitið gerir þig ekki frjálsan á sama hátt og sannleikur andans að mínum skilningi.

Þetta er svokölluð sjálfsvitundar vakning, sem ekki fæst við bóklestur heldur eingöngu í gegnum vakningu, sem gerir þig meðvitaðan um andan, nokkuðn sem ég get ekki útskýrt þar sem ég skil þetta ekki sjálfur að fullu, maður þarf að biðja um vakninguna. Ég vissi ekki hvers syldi leita. Til að einfalda get ég sagt að þegar þú ert komin á þennan stað þá veistu hvar þú ert og hver þú ert.

Hér talar Shri Mataji stofnandi Sahajayoga um sannleikan, það er rétt að hafa í huga að í Sahajayoga er ekki gert ráð fyrir blindri trú á það sem sagt er, það á líka við um Shri Mataji, það er samt nauðsynlegt að hlusta og lesa til að finna leiðinna:

https://youtu.be/xHXPiqLDMnc


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir