8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Það pirrar Pogba að Bruno Fernandes hafi tekið stöðuna sína

Skyldulesning

Paul Pogba vill fara frá Manchester United það helst í gær ef marka má umboðsmann hans Mino Raiola sem varpaði sprengju í gær.

Degi fyrir leik þar sem framtíð Manchester United í Meistaradeildinni er í húfi, liðið mætir Leipzig í Þýskalandi í kvöld og þarf jafntefli hið minnsta. „Þetta er búið hjá Pogba og Manchester United,“ sagði Raiola

„Það er tilgangslaust að tala í kringum þetta, það er betra að tala beint og eyða ekki tíma í sögusagnir. Paul er ósáttur hjá Manchester United, hann getur ekki lengur notið sín eins og hann vill og kröfur eru gerðar til hans.“

Getty Images

Nú greinir Telegraph frá því að stór ástæða þess að Pogba er ósáttur hjá United er að Bruno Fernandes hefur tekið stöðuna sem hann vill spila.

Bruno kom til United í janúar og hefur liðið bætt leik sinn mikið með komu hans, Fernandes leikur fyrir aftan framherjann. Staða sem Pogba vill ólmur spila en fær það ekki.

Líkur eru á að Untied reyni að losa sig við Pogba í janúar eða í síðasta lagi næsta sumar þegar hann ár ár eftir af samningi sínum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir