4.3 C
Grindavik
22. september, 2021

Það róast yfir Washington DC

Skyldulesning

Miðvikudagur, 25. nóvember 2020

Það er að róast yfir Washington DC. Donald Trump hefur að vísu ekki viðurkennt ósigur sinn í orðum en sá formlegi ferill, sem hefst þegar skipt er um húsbónda í Hvíta Húsinu er hafinn og breyttir tímar á næsta leiti. En vafalaust á Trump eftir að gera eitthvað óvænt áður en hann yfirgefur staðinn.

Ekki liggur fyrir hvað hafi leitt til sinnaskipta hjá forsetanum en nokkuð ljóst er að hann hefur legið undir miklum þrýstingi frá áhrifamönnum í Repúblikanaflokknum um að horfast í augu við veruleikann.

Það má því búast við að undir lok janúarmánaðar taki við nýir og betri tímar vestan hafs og að samskipti vestrænna þjóða sín í milli og við ríki í öðrum heimshlutum færist í farsælla horf.

Á sama tíma eykst bjartsýni um að bóluefnin leiði til breytinga á heimsfaraldrinum og í Bretlandi er jafnvel farið að tala um að þess muni sjást merki um páska á næsta ári.

Það þýðir svo aftur að heimsbyggðin getur farið að snúa sér að öðrum brýnum verkefnum og þar eru loftslagsmálin efst á blaði.

Smátt og smátt erum við Íslendingar byrjaðir að skilja hvað við eigum mikilla hagsmuna að gæta í þeim efnum. 

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á hafstrauma, sem aftur hafa áhrif á fiskistofna í hafinu.

Hvar stæðum við ef fiskurinn hyrfi allt í einu?!

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir