Alvotech ætlaði sér að verða ný stoð undir íslenskt efnahagslíf og að útflutningstekjur fyrirtækisins yrðu um fimmtungur af vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Til þess að ná því markmiði þurfti Alvotech að fá markaðsleyfi fyrir hliðstæðu mest selda lyfs Bandaríkjanna þar í landi. Því var synjað, að minnsta kosti tímabundið, 13. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur virði Alvotech hríðfallið og mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins.
Í febrúar 2021 fór Róbert Wessman í viðtal við Kastljósið á RÚV og ræddi möguleika Alvotech, fyrirtækis sem framleiðir líftæknihliðstæður og hann fer fyrir. Í viðtalinu sagði Róbert frá því að Alvotech hefði sent inn til skráningar í Bandaríkjunum hliðstæðu líftæknigigtarlyfsins Humira, sem er mest selda lyf í heimi. Lyfið, AVT02, yrði framleitt í verksmiðju Alvotech í Vatnsmýrinni og samkvæmt Róberti stefndi í að útflutningstekjur Alvotech myndu nema um 20 prósent vergrar landsframleiðslu Íslands í ekki svo fjarlægri framtíð.
Verg landsframleiðsla á Íslandi í fyrra var áætluð 3.766 milljarðar króna. Ef spá Róberts myndi ganga eftir ættu útflutningstekjurnar sem Alvotech gætu skapað því að nema um 750 milljörðum króna á ári 2026-2027. Þá mætti búast við að Alvotech myndi skila 15-20 milljörðum króna í skatta og skyldur á Íslandi. Í raun yrði Alvotech, ein og sér, ný stoð undir íslenskan efnahag.
Töldu sig vera með forskot … Skráðu þig inn til að lesa Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 3.390 krónum á mánuði.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir Nýtt efni
Segir seljendur gera það oft verulega torvelt að hætta við kaup á þjónustu
Þingmaður Framsóknarflokksins hefur sent Neytendastofu fyrirspurn um það hvernig núverandi lög og reglur hér á landi ná utan um neytendavernd en hann grunar að úrræði skorti. „Hver hefur ekki lent í vandræðum við að segja upp þjónustu eða jafnvel skráð sig í þjónustu fyrir mistök sem erfitt er að segja upp?“
Var ekki reiðubúinn til þess að viðurkenna eigin mistök
Kristján Einar Sigurbjörnsson hefur tjáð sig á Instagram um umfjöllun Heimildarinnar en þar segir hann að þegar hann kom til Íslands eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann ekki verið reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum sér – hvað þá allri þjóðinni. „Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því.“
Hátíð hirðarinnar, Svartfugl og ólátabelgirnir í Ólafi Kram
Hér má sjá samantekt Heimildarinnar á áhugaverðum menningarviðburðum sem framundan eru. Tónleikar, leiksýningar og svo margvíslegir viðburðir Barnamenningarhátíðar eru á meðal þess sem er á döfinni þessa vikuna.
Rannsókn á kæru Vítalíu á hendur Hreggviði, Ara og Þórði hætt
Eftir að skýrslutaka dróst á síðasta ári í máli Vítalíu Lazareva gegn þremur áhrifamiklum mönnum í samfélaginu, þeim Þórði Má Jóhannessyni, Ara Edwald og Hreggviði Jónssyni, hefur embætti héraðssaksóknara nú hætt rannsókn. Hreggviður sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna málsins.
Þorbjörg Sigríður GunnlaugsdóttirViltu verðbólgu eða heilbrigðiskerfi – já eða nei!
Höfuðóvinur fólksins í landinu er verðbólgan segir ríkisstjórnin. Matvara hækkar á milli búðaferða, húsnæðislánin bólgna og fólk hefur áhyggjur af heimilisbókhaldinu. Um 4500 heimili munu ekki lengur njóta góðs af föstum vöxtum óverðtryggða lána á þessu ári og verða ekki lengur varin fyrir vaxtasirkusnum lengur. Spár gera ráð fyrir hárri verðbólgu allt þetta ár og lengur raunar. Og þess vegna…
Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
Félag makrílveiðimanna hefur staðið í dómsmáli við íslenska ríkið sem byggir á að því hafi verið mismunað við kvótasetningu makríls árið 2019. Samkvæmt málatilbúnaði félagsins gerði ríkið baksamning við nokkrar stórar útgerðir um að þær fengju meiri makrílkvóta þegar hann var kvótasettur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við ríkið vegna úthlutunar makrílkvóta á árunum 2011 til 2018.
Það sem þótti „mjög ólíklegt“ gerðist og 160 milljarðar þurrkuðust út
Alvotech ætlaði sér að verða ný stoð undir íslenskt efnahagslíf og að útflutningstekjur fyrirtækisins yrðu um fimmtungur af vergri þjóðarframleiðslu Íslands. Til þess að ná því markmiði þurfti Alvotech að fá markaðsleyfi fyrir hliðstæðu mest selda lyfs Bandaríkjanna þar í landi. Því var synjað, að minnsta kosti tímabundið, 13. apríl síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur virði Alvotech hríðfallið og mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins.
Helgi SeljanForgengileiki hins eilífa forgangs
„Af hverju er ég reið?“ Að þessu spurði Katrín Gunnhildardóttir á Facebook-síðu sinni á dögunum.
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
Maður látinn eftir átök á bílastæði í gærkvöldi
Fjórir hafa verið handteknir eftir að maður á þrítugsaldri fannst alvarlega slasaður á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Samfylking mælist sjö prósentustigum stærri en Sjálfstæðisflokkur í nýrri könnun
Ný könnun Maskínu sýnir tölfræðilega marktækan mun á fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Bæði Píratar og Viðreisn mælast stærri en Framsókn, sem dalar allra flokka mest á milli mánaða.
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
7
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
9
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
10
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.