-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Það þekkja mig allir!

Skyldulesning

Það þýðir lítið fyrir kokkinn hann Jóhann Ottesen eða Jóa Ott að vonast eftir að enginn viti um ferðir hans. Á vinnubílnum hans sem hann verslaði sér nýlega er nefnilega einkanúmer með gælunafninu hans. Bíllinn er kraftatól sem ekkert veður stoppar, Jói þarf nefnilega svoleiðis bíl þar sem hann býr á Siglufirði og þaðan er ekki alltaf auðsloppið.
En Jói er alltaf að furða sig á því enn þann dag í dag hvernig standi á því að allir virðast vita hvar hann hafi verið í það og það skiptið… Það virðast bara allir þekkja mig þegar ég bregð mér af bæ á vinnubílnum???
Skýringin er auðsjánleg einsog myndin sýnir

Innlendar Fréttir