thad-vantar-leidtoga-i-thetta-lid-(myndskeid)

Það vantar leiðtoga í þetta lið (myndskeið)

Enska knattspyrnuliðið Arsenal var til umræðu í Vellinum á Síminn Sport í gær. Gengi liðsins undanfarið hefur verið slæmt, eftir mjög gott gengi þar á undan. Liðið tapaði 1:0 fyrir Southampton um helgina en í þættinum var frammistaðan í leiknum og brottför Pierre-Emerick Aubameyang til Barcelona m.a. rædd.

„Ég held að það hafi verð rétt ákvörðun á þeim tíma og gott fyrir báða aðila. Hann er í öðru umhverfi núna og þurfti líklega á því að halda. Hópurinn er þunnur hjá Arsenal núna og þeir eru brothættir. Þetta eru margir ungir leikmenn og leikmenn sem eiga að stíga upp eru ekki nógu góðir fyrir Arsenal,“ sagði Gylfi Einarsson.

Margrét Lára Viðarsdóttir tók undir með Gylfa að liðinu skorti leikmenn sem stígi upp þegar þörf er á.

„Liðið hefur verið á svakalegu flugi undanfarið en hafa aðeins misst taktinn. Það vantar einhvern alvöru leiðtoga í þetta lið, sérstaklega innan vallar. Í svona leik skiptir svo miklu máli að hafa svona menn.“

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Posted

in

,

by

Tags: