7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Það var víst eitrað fyrir mér!!

Skyldulesning

Eins og glöggir lesendur tóku eftir þá lagðist Brynjólfur stýrimaður í koju og mætti ekki á vakt sem þótti einsdæmi. Enginn annar fékk þessa gubbupest og Binni hefur verið mjög hugsi undanfarið. Nýjasta útspilið hjá honum er það að það hafi hreinlega verið eitrað fyrir sér og hann gruni Dóra fornvin sin um þann verknað. Dóri hefur lengi viljað komast í einn af fjölmörgum matarklúbbum sem Binni er í en Binni hefur barist á móti því að Dóri fái aðild nokkurstaðar. Því hafi Dóri gripið til þessara örþrifaráða.

Við hinir erum sallarólegir yfir þessu ofstæki Binna og vitum vel að hér var ekkert samsæri um að ráða hann af dögum. Hann fékk einfaldlega gullaxeitrun sem hann er mjög gjarn á að fá!

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir