7 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Þakka mínum sæla að ekki fór verr!

Skyldulesning

Það sem ég gæti gert fyrir Ísland bara með þetta!

VILLA: Þessi bloggfærsla (nr. 2258086) er óvirk. Höfundur Einar Haukur Sigurjónsson Einar Haukur Sigurjónsson hef áhuga á lífinu. Stjórnmálum. Fjármálum. Félagsmálum. Sögu,...

Munaði engu að ég hefði ekki verið til frásagnar …

Að vera á sjó er ekki hættulaust starf, og eitt er víst að hætturnar leynast við hvert fótmál. Brynjólfur Stefánsson stýrimaður fékk heldur betur að kynnast því í þessari veiðiferð.

Óhætt er að segja að lukkan hafi leikið við Binna og verður að segjast að betur fór en á horfðist er hann komst í hann krappann í  byrjun þessarar veiðiferðar. En gefum Brynjólfi orðið;

Allt virtist eðlilegt

„Þetta byrjaði sem ósköp hefðbundinn veiðiferð, við fórum í endana, leystum skipið og héldum til hafs, daginn örlagaríka fimmtudagskvöldið 9 mai. Allt gekk sinn vanagang, menn gengu til þeirra verka sem þeir höfðu ótal sinnum gert áður.

Allt gekk sinn vanagang og þegar ég ætlaði að hala niður gilsinn til að kasta honum niður til Svarthöfða svo hann gæti farið með hann afturá skeði það sem engan gat órað fyrir og átti eftir að hafa áhrif á allt mitt líf fram til þessa dags.“

Binni draup höfði stutta stund og mátti vart mæla það sem endurminningin hafði það mikil áhrif á hann að hann hálf klökknaði.

Eftir stutta stund af ekkasogum jafnaði hann sig nokkuð og hélt áfram frásögninni;

Ósköpin dynja yfir

„Já, þegar hér var komið var gott veður, sunnan andvari, semsagt algjör blíða svo ekki er hægt að kenna veðri um harmleikinn.

Er ég hugðist kasta gilsinum niður til Svarthöfða skipti engum togum að ég rak olnbogann svona líka hastarlega í rekkverkið, skerandi stingur var það síðasta sem ég man frá þessu. Síðan rankaði ég við mér á brúargólfinu, kjökrandi eftir þyrlu og alles og var ekki mönnum sinnandi, kallaði hvað eftir annað á hana Ingunni mína og enga vildi ég hafa aðra mér við hlið en hana á þessari ögurstundu í lífi mínu.

En í staðinn var bara glottandi andlitið á Val skipstjóra það eina sem ég sá, en þó samt var allt í móðu. Hann reyndi eins og hann gat að segja mér að þetta yrði allt í lagi, þetta myndi strax jafna sig og bauð mér að hringja í hana Ingunni mína ef það yrði til að róa mig.

Hins vegar var af og frá að hann myndi láta kalla þyrluna út fyrir þetta óhapp, ég yrði bara að skilja það!

 

Þetta er nú ekki það sem maður vill heyra svona helsærður á brúargólfinu!

Eftir þetta var eins og allt gengi á afturfótunum hjá mér í þessari veiðiferð, það þurfti margoft að ræsa mig sem hefur þó þurft nokkrum sinnum í túr og kenni ég um gríðarlegu höfuðhöggi um sem ég fékk  um miðjan túr. Það var ekki til að bæta það.  Ég hef hingað til náð að halda vitleysunni innandyra en eftir að ég fékk höggið kom gat á mitt fagra bónaða höfuðleður og blessuð vitleysan rann út í stríðum straumum. Mér fannst ég alveg berskjaldaður. Og minnið hefur brugðist mér hvað eftir annað“

Það var augljóst að þetta hafði tekið verulega á Brynjólf sem þagnaði eftir frásögnina og horfi út í tómið og muldraði rétt svo að blm heyrði,…“ já maður hefur lent í ýmsu í gegnum tíðina á sínum sjómannsferli en þetta er það svakalegasta sem ég hef lent í og hefur nú gengið á ýmsu. En það er gott að eiga trausta, góða og umhyggjusama skipsfélaga sem er umhugað um mann og velferð mína. Ég get ekki annað en verið þakklátur þeim og Guði (og pírötunum) fyrir að ég stend hér keikur í dag.

Blm þakkar Binna fyrir frásögnina og sjá má og heyra að þetta hefur markað hann til lífstíðar.

 

Innlendar Fréttir