5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Þakk­læðningar, lausa­munir og jóla­skraut á flugi

Skyldulesning

Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ hafa verið kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld vegna foktjóns.

Verkefnin eru tæplega tíu það sem af er kvöldi, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar, en gular veðurviðvaranir eru nú í gildi víðsvegar á landinu.

Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg að tilkynnt hafi verið um fok á þakklæðningum á nokkrum stöðum í kvöld, auk þess lausamunir og jólaskraut hafi fokið. Björgunarsveitarfólk sé á leið á vettvang að sinna þessum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Gular stormviðvaranir eru í gildi fram eftir kvöldi á Faxaflóa, Suðurlandi, Norðurlandi eystra, og Austurlandi að Glettingi. Þá er einnig mjög hvasst á höfuðborgarsvæðinu. Áfram eru gular viðvaranir í gildi á öllu landinu á morgun og fram á fimmtudag.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir