5.3 C
Grindavik
24. september, 2021

Þakklæðningar, lausamunir og jólaskraut fjúka

Skyldulesning

Mjög vindasamt er víða um land.

Mjög vindasamt er víða um land.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Á sjöunda tímanum í kvöld voru björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ kallaðar út vegna foktjóns. Tilkynningar hafa borist um fok á þakklæðningum á nokkrum stöðum ásamt lausamunum og jólaskrauti. Björgunarsveitarfólk er á leið á vettvang að sinna þessum verkefnum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

Gular viðvaranir eru í gildi víða um land og hafa verið í gildi í dag. Ekkert lát virðist vera á slíkum viðvörunum en samkvæmt spá Veðurstofu Íslands verða gular viðvaranir í gildi í einhverjum landshlutum fram á fimmtudagsnótt. 

Annað kvöld eru t.a.m. gular viðvaranir í gildi á landinu öllu, frá klukkan sex um kvöldið og fram á fimmtudag. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir