7.4 C
Grindavik
23. júní, 2021

Þarf ekki að keyra í gegn um bláan her

Skyldulesning

Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna í …

Ole Gunnar Solskjær var sáttur með sigur sinna manna í dag.

AFP

„Það besta við daginn í dag,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, í samtali við Sky Sports eftir 3:1-sigur United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á Villa Park í Birmingham í dag.

United lenti 1:0-undir í leiknum en tap hjá United í dag hefði þýtt að Manchester City væri Englandsmeistari.

Solskjær var spurður hvort hann væri ánægður með að eyðileggja partíið fyrir City-mönnum og það stóð ekki á svari hjá norska stjóranum.

„Það er mjög ánægjulegt að hafa unnið og náð að eyðileggja eða seinka partíinu hjá Manchester City.

Ég þarf ekki að keyra í gegnum bláan her stuðningsmanna City í kvöld, sem er frábært.

Þetta er ekki í okkar höndum en við munum reyna að draga baráttuna á langinn eins lengi og við getum,“ bætti Solskjær við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir