Almar Guðmundsson skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningarnar í vor. Björg Fenger ver annað sætið og Sigríður Hulda Jónsdóttir það þriðja.
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti framboðslistann í kvöld.
Áslaug Hulda Jónsdóttir greindi frá því í vikunni að hún hryggðist ekki þiggja annað sætið. Hún, ásamt Almari og Sigríði Huldu, sóttist eftir oddvitasætinu í prófkjöri flokksins. Almar hafði betur gegn Áslaugu með 21 atkvæði.
Þar sem að Áslaug hafnaði sætinu voru þau sem að lentu í 3. til 8. sæti í prófkjörinu færð upp um sæti.
Hér má sjá listann í heild sinni:
- Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
- Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi.
- Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
- Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður og laganemi.
- Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur.
- Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
- Guðfinnur Sigurvinsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi.
- Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi.
- Harpa Rós Gísladóttir, mannauðssérfræðingur.
- Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi.
- Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur.
- Sigrún Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
- Eiríkur Þorbjörnsson, Msc. í öryggis- og áhættustjórnun.
- Inga Rós Reynisdóttir, viðskiptastjóri.
- Vera Rut Ragnarsdóttir, viðburðastjóri og sjúkraliði.
- Sveinbjörn Halldórsson, löggiltur fasteignasali.
- Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
- María Guðjónsdóttir, lögfræðingur.
- Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari.
- Guðjón Máni Blöndal, háskólanemi.
- Stefanía Magnúsdóttir, fv. formaður félags eldri borgara í Garðabæ.
- Gunnar Einarsson, bæjarstjóri.