thau-sem-lentu-i-3-8.-saeti-faerd-upp

Þau sem lentu í 3.- 8. sæti færð upp

Almar Guðmundsson leiðir lista sjálfstæðismanna í Garðabæ.

Almar Guðmundsson leiðir lista sjálfstæðismanna í Garðabæ.

Almar Guðmundsson skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ fyrir komandi sveitastjórnarkosningarnar í vor. Björg Fenger ver annað sætið og Sigríður Hulda Jónsdóttir það þriðja.

Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ samþykkti framboðslistann í kvöld.

Áslaug Hulda Jóns­dótt­ir greindi frá því í vikunni að hún hryggðist ekki þiggja annað sætið. Hún, ásamt Almari og Sigríði Huldu, sóttist eftir oddvitasætinu í prófkjöri flokksins. Almar hafði betur gegn Áslaugu með 21 atkvæði.

Þar sem að Áslaug hafnaði sætinu voru þau sem að lentu í 3. til 8. sæti í prófkjörinu færð upp um sæti.

Hér má sjá listann í heild sinni:

 1. Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
 2. Björg Fenger, forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi.
 3. Sigríður Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
 4. Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður og laganemi.
 5. Hrannar Bragi Eyjólfsson, lögfræðingur.
 6. Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi.
 7. Guðfinnur Sigurvinsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og varabæjarfulltrúi.
 8. Stella Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur og varabæjarfulltrúi.
 9. Harpa Rós Gísladóttir, mannauðssérfræðingur.
 10. Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur og varabæjarfulltrúi.
 11. Lilja Lind Pálsdóttir, viðskipta- og hagfræðingur.
 12. Sigrún Antonsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
 13. Eiríkur Þorbjörnsson, Msc. í öryggis- og áhættustjórnun.
 14. Inga Rós Reynisdóttir, viðskiptastjóri.
 15. Vera Rut Ragnarsdóttir, viðburðastjóri og sjúkraliði.
 16. Sveinbjörn Halldórsson, löggiltur fasteignasali.
 17. Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri.
 18. María Guðjónsdóttir, lögfræðingur.
 19. Kristjana Sigursteinsdóttir, kennari.
 20. Guðjón Máni Blöndal, háskólanemi.
 21. Stefanía Magnúsdóttir, fv. formaður félags eldri borgara í Garðabæ.
 22. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri.

Posted

in

by

Tags: