4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir

Skyldulesning

Þarna verða slegnar margar flugur í einu höggi. Sú stærsta og safaríkasta er að sama útsýnið verður selt tvisvar.

Enda skiptir engu máli þó nokkur gamalmenni í gulu Skúlagötublokkinni sjái ekki lengur yfir flóann upp á Akranes, umkvartanir þeirra verða aldrei annað en hjáróma.

Einnig gefur þessi snilldar hugmynd fordæmi á að byggja með allri strandlengjunni. Og þá er ekki bara verið að tala um að þétta byggð, -líka mikinn mökk af moný.

Síðast en ekki síst tekst fábjánunum með þessu smá saman að fela Sólfarið og þá verður kannski hægt að selja það sem hluta af róluvelli við blokkirnar.


mbl.is Umdeild bygging mun rísa

Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrri fréttJólaóskin mín
Næsta fréttMannautt torg

Innlendar Fréttir