6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Þegar Maradona skaut blaðamenn með riffli

Skyldulesning

Knattspyrnugoðsögnin Diego Maradona var alveg magnaður á vellinum en hann átti það til að lenda í vandræðum utan vallar. Maradona lést í vikunni í kjölfar hjartaslags en ensk götublöð hafa undanfarið rifjað upp eftirminnileg atvik með Maradona í aðalhlutverki, bæði þau góðu og slæmu.

Eitt af atvikunum sem rifjað er upp er þegar Maradona lenti í vandræðum eftir að hann skaut blaðamenn með loftriffli árið 1994. Fjórir særðust eftir að Maradona skaut með loftrifflinum á blaðamennina fyrir utan heimili sitt í Buenos Aires. Maradona var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í 2 ár og 10 mánuði fyrir árásina.

Maradona lenti þó einnig í vandræðum í tengslum við fótboltann. Hann fékk fyrsta bannið sitt, sem var 15 mánuðir, árið 1991 þegar hann féll á lyfjaprófi.  Seinna á sama ári var hann sektaður og dæmdur í skilorðsbundið fangelsi í eitt ár fyrir flutning og geymslu á eiturlyfjum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir