5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Þeir fimm verstu sem Clattenburg þurfti að glíma við sem dómari – „Þau orð sem hann lét falla í leikjum voru óásættanleg“

Skyldulesning

Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, Meistaradeild Evrópu og fleiri keppnum, nefndi þá fimm leikmenn sem honum þótti hvað verst að eiga við sem dómari  á sínum ferli, í viðtali hjá Daily Mail.

Craig Bellamy er sá versti og þetta hefur verið mín skoðun í nokkur ár. Hann var bara mest pirrandi leikmaðurinn á vellinum. Hann var dónalegur og það skipti engu máli hvað þú sagðir við hann. Ég gerði mistök þegar að ég dæmdi leiki hjá honum en þau orð sem hann lét falla í leikjum voru óásættanleg,“ sagði Clattenburg um Craig Bellamy.

Craig Bellamy að segja vel valin orð við Clattenburg / GettyImages

Roy Keane, hann lét menn finna fyrir því og það var ekki hægt að treysta honum. Maður vissi aldrei hverju hann myndi taka upp á næst,“ sagði Clattenburg um Roy Keane.

GettyImages

„Ég þurfti að eiga við Pepe í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann var leikmaður sem var alltaf erfitt að eiga við vegna þess að hann reyndi að koma sökinni á aðra leikmenn, pirra sóknarmenn og reyna láta reka þá út af sem er ekki alltaf það besta sem hægt er að eiga við þegar maður er að reyna dæma knattspyrnuleik,“ sagði Clattenburg um Pepe.

GettyImages

Jens Lehmann var alltaf erfiður, hann lét mann vita af því um leið ef einhver steig á tánna hans innan vítateigs. Framherjar reyndu að pirra hann með því meðal annars að stugga við honum í aðdraganda hornspyrnu og hann varð brjálaður í kjölfarið. Hrinti leikmönnum og átti í rifrildi við dómara,“ sagði Clattenburg um Jens Lehmann.

GettyImages

„Það var erfitt að dæma leiki hjá Rio Ferdinand, sérstaklega í stjóratíð Sir Alex Ferguson hjá Manchester United. Rio reyndi alltaf að spila á þig með hugarleikjum. Hann reyndi að koma undir skinnið hjá þér til að hafa áhrif á næstu ákvörðun þína,“ sagði Clattenburg um Rio Ferdinand.

GettyImages

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir