Þess vegna nenna karlar undir þrítugu ekki að fara á stefnumót – DV

0
170

Í aðdraganda Valentínusardags, sem var í febrúar, birti Pew Research Centre í Bandaríkjunum niðurstöður nýrrar könnunar. Hún leiddi í ljós að meirihluta bandarískra karlmanna, undir þrítugu, finnst frábært að vera einhleypir. Ein af ástæðunum fyrir þessari skoðun þeirra er að þeim finnst það að fara á stefnumót „frekar vera eins og atvinnuviðtal“.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að flestir þeirra, sem ekki eru ástfangnir, eru bara nokkuð ánægðir með það og á þetta við um alla aldurshópa.

Þess utan kom í ljós að ekki eru allir einhleypir í leit að einhverju alvarlegu því 7% sögðust aðeins vilja „skammvinnt samband“.

New York Post ræddi við 28 ára karlmann um niðurstöðurnar og sagði hann að hann hafi ekki áhuga á alvarlegu sambandi því stefnumót líkist sífellt meira atvinnuviðtölum. „Þetta er orðið miklu meira, hvað getur þú gert fyrir mig?“ sagði hann.