7.3 C
Grindavik
20. september, 2021

Þessir kókostoppar klikka aldrei

Skyldulesning

Talibana siglingaklúbburinn

Vestmannaeyjur?

Kvótann heim

Una Guðmunds matgæðingur DV setti á sig jólasvuntuna og smellti í allt sitt uppá- haldsgúmmelaði fyrir jólin. Nú má byrja að sigta flórsykurinn og hlusta á jólalög.

Þessir kókostoppar klikka aldrei, geymast vel í frysti og tilvalið að skella í tvöfalda uppskrift og eiga eitthvað gómsætt með kaffinu á aðventunni.

500 g kókosmjöl


250 ml kókosrjómi


2 tsk. vanilludropar


1 tsk. möndludropar


30 g smjörlíki


300 g suðusúkkulaði

Byrjið á að bræða smjörlíki og látið aðeins kólna. Setjið kókosmjöl í skál og hellið smjörlíkinu saman við og hrærið saman með sleif. Bætið kókosrjómanum saman við ásamt vanillu- og möndludropunum og passið að allt blandist vel saman.

Myndið litlar kúlur úr deiginu á bökunarpappír, gott að miða við eina fulla teskeið.

Bakið við 180 gráður í um 15 mínútur, eða þar til að kókostopparnir eru gullinbrúnir að ofan.

Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið hverjum og einum kókostopp ofan í og setjið þá á bökunarpappír, þannig að þeir standi á súkkulaðinu. Skreytið svo kókostoppana aðeins að ofan með bræddu súkkulaði.

Setjið í kæli í um klukkustund og berið svo fram.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir