Þessir leggja mest í púkkið í Bestu deildinni – Þrír hafa lagt upp sjö mörk – DV

0
9

Viktor Jónsson framherji ÍA hefur komið að flestum mörkum í Bestu deild karla, hann hefur skorað þrettán mörk og lagt upp tvö.

Viktor er markahæsti leikmaður deildarinnar en Patrick Pedersen hefur skorað tólf mörk en lagt upp eitt mark.

Mynd: DV/KSJ Viktor Karl Einarsson hefur lagt upp sjö mörk og skorað fjögur fyrir Blika í sumar en Ari Sigurpálsson hefur lagt upp sex mörk í Bestu deildinni en skorað fimm.

Emil Atlason hefur skorað átta mörk í sumar og lagt upp tvö en Fred Saraiva hjá Fram og Johannes Vall hafa báðir lagt upp sjö mörk í sumar líkt og Viktor Karl og tróna þeir á toppnum yfir stoðsendingar.

Framlagspunktar (Mörk og stoðsendingar):
Viktor Jónsson (ÍA) 15
Patrick Pedersen (Valur) 13
Ari Sigurpálsson (Víkingur) 11
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) 11
Emil Atlason (Stjarnan) 10
Fred Saraiva (Fram) 10
Helgi Guðjónsson (Víkingur) 10
Kjartan Kári Halldórsson (FH) 10
Danijel Djuric (Víkingur) 9
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA) 9
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) 9
Johannes Vall (ÍA) 9
Jónatan Ingi Jónsson (Valur) 9
Úlfur Ágúst Björnsson (FH) 9