Einn er sá maður um borð sem fátt haggar, næstum sama hvað gengur á….. En svo er hægt að brýna deigt járn að bíti…. Agli er mikið niðri fyrir…

„Þetta ufsaleysi er alveg með eindæmum…. þetta er gullið þessa dagana í sjávarútveginum og svo bara lætur hann sig hverfa!!!  Hvurslags er þetta eiginlega…. Maður fer út í hvern túr með von í brjósti að geta mokað ufsanum inn en hvað…. hann bara lætur ekki sjá sig helv….“

„Það er bara ekkert skrýtið að maður verði gamall og gráhærður yfir þessu hörmungarástandi….“ Egill hnussaði síðan og spurði svo hvort allir væru ekki bara góðir?

…en það er óþarfi að skemma góða sögu með sannleikanum….

…samsett mynd 😁