7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Þetta er ástæða þess að Mourinho var pirraður á Klopp

Skyldulesning

Á Anfield í Bítlaborginni fór fram stórleikur í gær þegar Liverpool tók á móti Tottenham. Liverpool komst yfir í leiknum á 26. mínútu. Þar var að verki Mohamed Salah sem skoraði fyrsta mark leiksins.

Forysta Liverpool entist hins vegar ekki lengi. Á 33. mínútu jafnaði Heung-Min Son metin fyrir Tottenham eftir stoðsendingu frá Giovani Lo Celso. Þegar leikurinn virtist ætla að enda með jafntefli, tókst Liverpool að komast yfir. Roberto Firmino tryggði Liverpool sigur með marki á 90. mínútu leiksins.

Eftir leik var Jose Mourinho stjóri Tottenham ansi pirraður í samskiptum sínum við Jurgen Klopp, stjóra Liverpool.

„Besta liðið tapaði og hann var ósammála en það er hans skoðun,“ sagði Mourinho.

Mourinho telur að Klopp fái svo að haga sér öðruvísi en aðrir á hliðarlínunni. Það pirraði hann.

„Ef ég myndi haga mér svona á hliðarlínunni, hann er ansi líflegur. Ég er að segja að ég fæ öðruvísi meðferð, ég er sorgmæddur.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir