Þetta er ástæða þess að Ten Hag var ekki rekinn í sumar – DV

0
11

Stærsta ástæða þess að Erik ten Hag var rekinn frá Manchester United í sumar var sú staðreynd að allur stuðningur í kringum hann var ekki nógu góður.

INEOS sem á nú 28 prósenta hlut í félaginu hefur tekið yfir rekstur á félaginu og sér um allt.

INEOS taldi að allt faglegt starf í kringum Ten Hagi hafi ekki verið nógu gott fyrstu tvö ár hans í starfi.

United hefur í sumar ráðið inn mikið af fólki sem er yfir Ten Hag, má þar nefna nýjan stjórnarformann, yfirmann knattspyrnumála og tæknilegan ráðgjafa.

Samkvæmt Daily Mail taldi INEOS að Ten Hag ætti að fá tækifæri til að starfa í því faglega umhverfi áður en ákvörðun um hæfi hans yrði endanlega tekin.