Þetta er ávinningurinn af því að ganga aftur á bak – DV

0
190

Þegar þú ferð næst út í göngutúr þá skaltu íhuga að ganga aftur á bak. Þetta hljómar nú ekki sem heimsins besta hugmynd en það eru ákveðnir kostir sem fylgja því að ganga aftur á bak. Einn þeirra er að þú brennir mun meira við það eða allt að 40% meira en við að ganga áfram. Er þá miðað við sama gönguhraða.

Þetta getur auðvitað auðveldað þér að hafa stjórn á þyngdinni sem er auðvitað gott fyrir heilsuna.

Auk þess verður jafnvægi þitt betra á meðan gengið er því eins og gefur að skilja verða skrefin styttri og örari og það styrkir vöðvauppbygginguna í fótleggjunum.

En það að ganga aftur á bak hefur fleiri kosti fyrir líkamann því það getur linað verki í hælnum, það er að segja ef þú glímir við verki í þeim. Videnskab segir að það að ganga aftur á bak lini einnig króníska verki í mjöðmum því þetta virkjar vöðva sem styðja lendaliðina.