5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Þetta er besti leikmaðurinn sem Jurgen Klopp hefur þjálfað

Skyldulesning

Mohamed Salah eða Virgil Van Dijk komast ekki á blað þegar Jurgen Klopp stjóri Liverpool er beðinn um að nefna besta leikmann sem hann hefur þjálfað.

Klopp hefur starfað hjá Liverpool í rúm fimm ár en áður átti hann nokkur góð ár hjá Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Þegar Klopp var spurður um besta leikmann sem hann hefur þjálfað, var hann fljótur til svars. „Robert Lewandowski,“ sagði Klopp.

„Það væri bara ósanngjarnt að nefna annan leikmann en Lewa. Það sem hann hefur gert úr hæfileikum sínum, hvernig hann hefur unnið á hverjum einasta degi til að verða þessi leikmaður. Það er ekkert annað en magnað.“

Lewandowski raðaði inn mörkum hjá Dortmund en fór svo yfir til FC Bayern þar sem hann hefur verið magnaður.

„Lewy tók öll skrefin sem þurfti til að verða þessi markavél, hann sleppti ekki einu skrefi. Hann hefur þróast með leiknum, hann þekkir allar stöður og hvert hann þarf að fara. Lewy er maskína.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir