Þetta er draumalið verðmætustu leikmanna heims – Aðeins þrír úr enska boltanum – DV

0
162

Kylian Mbappe er verðmætasti leikmaður fótboltans eins og fram kom á dögunum.

Stjarna Paris Saint-Germain er metin á um 158 milljónir punda.

Í kjölfar frétta af þessu stillti enska götublaðið The Sun upp byrjunarliði verðmætustu leikmanna heims.

Þar er stjarna í hverju rúmu. Má þar nefna Erling Braut Haaland, metinn á 149 milljónir punda, Jude Bellingham, metinn á 105 milljónir punda og Bukayo Saka, metinn á 97 milljónir punda.

Þrír leikmenn koma úr ensku úrvalsdeildinni. Sú þýska á flesta fulltrúa, fimm talsins.

Hér að neðan má sjá liðið.