8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

„Þetta er ekki gott fyrir sjómenn á Íslandi“

Skyldulesning

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasamband Íslands, segir sambandið hafa óskað eftir frekari upplýsingar frá Landhelgisgæslunni vegna stöðu varðskipsins Týs.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, kveðst ekki sáttur við þá stöðu að aðeins eitt varðskip er rekstrarhæft sem stendur. „Þetta er ömurlegt. Þetta er ekki gott fyrir sjómenn á Íslandi eða fyrir alþjóð. Við höfum bara eitt varðskip tiltækt sem er alveg hrikalegt,“ segir hann í samtali við 200 mílur.

Fram kom í umfjöllun 200 mílna í gær um viðgerðir á varðskipinu Tý að Landhelgisgæslan telur ekki öruggt að skipið komist í rekstur á ný. Gæslan búi því aðeins yfir einu skipi til að sinna eftirliti og leitar- og björgunarstarfi umhverfis Ísland.

Valmundur segir Sjómannasambandið hafa óskað eftir frekari upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og að fundað verði í dag um stöðu mála. Hann segir vel þekkt að fjármuni vantar í rekstur Gæslunnar. „Þeir aurar virðast ekki vera á boðstólum núna allavega,“ bætir Valmundur við.

Innlendar Fréttir