7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

„Þetta er ekki skemmtilegt fyrir neinn“

Skyldulesning

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.

Ljósmynd/Almannavarnir

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir ekki útséð hvenær er hægt að hleypa Seyðfirðingum sem hafa þurft að rýma hús sín vegna aurskriðna heim til sín. 

Á upplýsingafundi almannavarna í dag sagði hann ástandið erfitt, sérstaklega fyrir fólk sem þarf að rýma heimili sín.

„Eins og staðan er núna þá er veðurspáin ekki góð,“ sagði Rögnvaldur. 

„Þetta er náttúrulega erfitt ástand og verður erfiðara eftir því sem það dregst á langinn, sérstaklega fyrir fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín og hefur ekki getað sinnt eignum sínum. Þetta er ekki skemmtilegt fyrir neinn, sérstaklega ekki þegar svo stutt er til jóla.“

Þá sagði Rögnvaldur að vel væri fylgst með ástandinu. Hættustig vegna skriðufalla er í gildi á Seyðisfirði eins og stendur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir