6 C
Grindavik
21. apríl, 2021

„Þetta er mikill gleðidagur“

Skyldulesning

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, dóms­málaráðherra, og Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, kynntu í dag áform um kaup á ný­legu varðskipi. Georg kveðst fagna ákvörðuninni.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki hefur verið ákveðið hvaða skip ríkisstjórnin hyggst festa kaup á fyrir Landhelgisgæsluna, en sérstaklega er til skoðunar þjónustuskip úr olíuiðnaðinum.

Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, kveðst í samtali við 200 mílur hæst ánægður með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ganga til kaupa á nýlegu skipi sem ætlað er gegna hlutverki varðskips hjá Landhelgisgæslunni. „Þetta er mikill gleðidagur, þetta er stór viðburður,“ segir hann.

Áformin voru kynnt á blaðamannafundi um borð í varðskipinu Þór í dag.

„Okkar fyrstu viðbrögð eru fyrst og fremst þakklæti til stjórnvalda að ráðast í þessa framkvæmd. Þetta mun bæta stöðu Landhelgisgæslunnar verulega, auka björgunargetuna og getu til að styðja við almannavarnir og hinu dreifðu byggðir landsins. Ásamt því sem það er mikil og stór áfangi fyrir sjófarendur og sjómenn,“ útskýrir Georg.

Mörg til sölu

Fram kom í viðtali við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í dag að Landhelgisgæslan telji hægt að kaupa nýlegt skip fyrir 1 til 1,5 milljarða króna. Beðinn um að skýra þetta mat svarar Georg: „Þetta er allt á frumstigi, en það sem við erum fyrst og fremst að horfa til eru þjónustuskip úr olíuiðnaðinum. Það stendur þannig á þar að það hefur orðið mikill samdráttur í olíuframleiðslu og nokkuð mörg svona skip til sölu. Við teljum að markaðsaðstæður séu góðar núna.“

Þá segir Georg skip af þessum toga henta vel til landhelgisgæslustarfa. „Við höfum reynsluna frá Noregi, norska strandgæslan hefur tvö svona skip í sinni þjónustu. Þetta eru skip sem hafa mikla dráttargetu og stjórnhæfni.“

Ekki er gert ráð fyrir að miklar breytingar þurfi að gera á þjónustuskipum af þessum toga til að það geti sinnt verkefnum varðskipa. „Það fer allt eftir ástandi skipsins, en við teljum að það þurfi ekki neinar teljandi breytingar. Skipin eru flest búin svipað og varðskipið Þór. Við erum að stíla inn á það þetta verði sem allra minnst, en auðvitað verður farið í eðlilegt viðhald, málun og svo framvegis,“ fullyrðir Georg.

Tekur vel í Freyju

Áslaug Arna kynnti í dag hugmynd sína að nafni á varðskipinu, Freyja, en það er undir forstjóra Landhelgisgæslunnar komið að taka ákvörðun um nafngiftina. Hefðbundið er að nöfn varðskipana séu karlamannsnöfn úr norrænni goðafræði en loftför stofnunarinnar bera kvenmannsnöfn.

Inntur álits á hugmynd dómsmálaráðherra kveðst Georg mjög ánægður með tillöguna. „Við erum mjög hrifin af þessari hugmynd. Sér í lagi vegna þess að þetta skip kemur öðruvísi til en hin skipin okkar, sem hafa verið byggð sérstaklega fyrir okkur.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir