1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

„Þetta er minn versti dagur sem stjóri“

Skyldulesning

Liverpool valtaði yfir Manchester United í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ole Gunnar Solskjaer, stjóri Manchester United, hafði þetta að segja í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Það er erfitt að segja annað en að þetta er versti dagur minn sem stjóri þessara leikmanna. Við vorum ekki nógu góðir í dag, bæði sem einstaklingar og lið. Við getum ekki gefið liði eins og Liverpool þá sénsa sem þeir fengu í dag,“ sagði Solskjaer við Sky Sports.

„Frammistaðan í heild sinni var ekki nógu góð. Við náðum aðeins að opna þá en þeir nýttu færin gríðarlega vel. Þriðja markið gerði út um leikinn.“

Þegar Solskjaer var spurður að því hver tæki ábyrgð á þessu tapi var hann fljótur að svara því að ábyrgðin lægi hjá honum.

„Ábyrgðin er mín, svo einfalt er það. Ég ákveð hvernig við stillum upp og tæklum leiki.“

„Ég er kominn of langt með þetta lið til þess að gefast upp. Þetta verður erfitt en það eru karakterar í þessu liði.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir