7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

„Þetta eru ágætis tölur“

Skyldulesning

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að smittölur gærdagsins séu lágar og góðar. Engu færri sýni voru tekin en vanalega en aðeins greindust fimm smit hér innanlands, þar af þrír í sóttkví. Hins vegar segir hann að fólk megi ekki missa dampinn, enn sé smit í samfélaginu. Hann segir einnig að fyrsta lota bólusetninga muni ekki breyta miklu.

„Þetta eru ágætistölur. Þetta er lágt en segir okkur á sama tíma að við erum ennþá með smit úti í samfélaginu,“ segir Þórólfur við mbl.is.

„Svo sáum við í fyrradag þessa hópsýkingu. Við vitum að þetta getur auðveldlega sprottið upp og því biðlum við áfram til fólks að fara varlega; passa upp á einstaklingsbundnar sóttvarnir, gæta að fjarlægðarmörkum og vara sig á hópamyndun – ekki fara of mikinn á djamminu.“

Höfðu ekki áhyggjur af háum tölum aftur í dag

Spurður hvort hópsýkingin í fyrradag hafi ekki gefi tilefni til þess að hafa áhyggjur af háum smittölum í gær segir Þórólfur að svo hafi ekki verið. Hópsýking kom upp hjá Útlendingastofnun, greindist í fyrradag og hafði þá borist í fjölskyldur sem leita hælis hér á landi og halda til í Hafnarfirði.

„Nei, við höfðum ekkert endilega áhyggjur af því. Við erum með talsverðan fjölda í sóttkví og það á líklega einhver eftir að greinast í viðbót.“

En nú er þetta ansi viðkvæmur hópur félagslega, hælisleitendur. Hvernig hefur gengið að ná til þessa fólks og utan um smitið?

„Ég held að það hafi gengið bara vel. Þetta er tiltölulega afmarkaður hópur.“

Húsakynni Útlendingastofnunar í Kópavogi.

Húsakynni Útlendingastofnunar í Kópavogi.

mbl.is/Hari

Bólusetning mun litlu breyta

Talið er að bólusetja megi 10.600 Íslendinga um áramótin og jafnvel fyrir áramót með nýsamþykktu bóluefni frá lyfjarisanum Pfizer. Þórólfur segir að verið sé að vinna í því að afmarka hverjir fái bólusetningu í þessari fyrstu lotu, en segir jafnframt að hún muni litlu breyta í sambandi við samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir. Framlínustarfsfólk verður bólusett fyrst.

„Sko, bólusetning 10 þúsund manns mun ekki endilega breyta miklu. Við höfum rætt að við þurfum að ná ónæmi hjá um 60% landsmanna til að ná fram þessu hjarðónæmi.

Við erum með þessa forgangslista sem gefnir voru út af [heilbrigðis]ráðuneytinu og við höldum okkur við þá og fikrum okkur smám saman neðar í forgangsröðunina. Með því að bólusetja framlínufólk erum við ekki bara að vernda þá sem eru bólusettir heldur einnig þá sem þeir þurfa að hjúkra og sinna, og aðstandendum þeirra auðvitað.

Við erum bara að undirbúa það hverjir fá þetta núna fyrst. Safna saman kennitölum og svona.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir