5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Þetta eru eintómir úrslitaleikir

Skyldulesning

Pep Guardiola og lykilmaður hans, Kevin De Bruyne.

Pep Guardiola og lykilmaður hans, Kevin De Bruyne.

AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segir að lið sitt eigi eintóma úrslitaleiki fram undan en City sækir Leicester heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun.

Guardiola og hans menn mæta til leiks með 14 stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir eru með 71 stig, Manchester United 57 og Leicester 56 stig en City hefur hins vegar leikið einum leik meira en hin tvö.

„Við verðum skrefi nær titlinum ef við vinnum Leicester og eftir það verður hver einasti leikur úrslitaleikur. Fólk segir að við séum með titilinn í höndunum og við erum með bestu stöðuna. En eftir þennan leik einbeitum við okkur að Borussia Dortmund,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi í dag en liðin mætast í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.

Spurður um ástandið á leikmannahópnum fyrir leikinn við Leicester sagði Guardiola: „Við sjáum betur í dag hvernig leikmenn hafa skilað sér heim. Það er ný staða á hverjum degi en á morgun vel ég liðið sem hentar til að vinna þann leik.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir