Þetta eru fimm launahæstu ensku knattspyrnumennirnir í dag – DV

0
13

Harry Kane fyrirliði enska landsliðsins fær áfram greidd hæstu launin af enskum knattspyrnumönnum en fær þó ekki mest í vasann.

Kane þénar yfir 400 þúsund pund á viku hjá FC Bayern en þarf að borga skatt af því.

Ivan Toney samdi við Al Ahli í Sádí Arabíu í síðustu viku og fær 400 þúsund pund á viku, hann borgar engan skatt af því.

Jude Bellingham miðjumaður Real Madrid þénar vel og Raheem Sterling leikmaður Arsenal er í fjórða sætinu.

Marcus Rashford sóknarmaður Manchester United tekur svo fimmta sætið.