Þetta eru löndin 10 sem komust áfram í kvöld – DV

0
122

Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fór fram í kvöld í  Liverpool í Bretlandi. Fimmtán lönd tóku þátt og komust tíu þeirra áfram. Ísland keppir á seinna undanúrslitakvöldinu þar sem sextán lönd keppast um að komast áfram í úrslit og tíu verða valin.

Sjá einnig: Þetta eru löndin sem keppa í fyrri undanúrslitum í kvöld

Lögin fimmtán í kvöld voru Noregur, Malta, Serbía, Lettland, Portúgal, Írland, Króatía, Sviss, Ísrael, Moldóva, Svíþjóð, Azerbaijan, Tékkland, Holland og Finnland.

Lögin komust áfram í þessari röð og keppa því á úrslitakvöldinu laugardaginn 13. maí ásamt lögunum 10 sem komast áfram á fimmtudag og stóru löndunum fimm: Bretland, Frakkland, Ítalía, Spánn og Þýskaland, og sigurvegara 2022, Úkraínu:

Króatía, Moldóva, Sviss, Finnland, Tékkland, Ísrael, Portúgal, Svíþjóð, Serbía og Noregur.